140. löggjafarþing — 45. fundur,  19. jan. 2012.

samgönguáætlun 2011-2022.

393. mál
[11:45]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil byrja á því að taka undir þau atriði sem hér komu fram hjá Ásbirni Óttarssyni fyrr í umræðunni. Ég spyr um umferðaröryggismálin því að þar er um að ræða gríðarlega mikilvægan málaflokk sem ríkið vanrækti lengi. Þar er margan ávinninginn að sækja og þeir ávinningar snúast um mannslíf. Þar tóku menn á sig rögg fyrir nokkrum árum, en ég skildi ráðherrann þannig að umferðaröryggismálin væru ekki fjármögnuð lengur og að ekki lægi fyrir í áætluninni full fjármögnun á þeim, heldur þyrfti að fara að skoða það mál eitthvað í framhaldinu.

Ég vil spyrja ráðherrann hvort þetta sé réttur skilningur eða hvort það sé ekki alveg tryggt að umferðaröryggisáætlunin sé fyllilega fjármögnuð og forgangsatriðið í þessari samgönguáætlun.