140. löggjafarþing — 45. fundur,  19. jan. 2012.

samgönguáætlun 2011--2022.

393. mál
[14:20]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Ég velkist ekkert í vafa um það að ef settir eru 150 milljarðar í fjárfestingar hreyfist eitthvað en ég vil fá að vita nánar hvernig þingmaðurinn ætlar að bera sig að. Það er alveg skýrt að hann vill fjárfestingar í stóriðju upp á 40 milljarða, hann talar um 50 milljarða í samgöngur, ekki satt? Er það lánsfé sem er hugsað í því efni eða skattahækkanir eða vegtollar eins og Samtök atvinnulífsins hafa talað fyrir?