140. löggjafarþing — 45. fundur,  19. jan. 2012.

samgönguáætlun 2011--2022.

393. mál
[17:01]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef reyndar ekki miklu við þetta að bæta. Ábendingar sem hv. þingmaður kemur fram með varða orðalag og hugsun að baki stefnumótun sem snýr að ferðamálum, en varðandi göngin og samgöngubætur þá eru það sjónarmið sem við hlustum að sjálfsögðu á. Þetta varð niðurstaðan. Slíkar niðurstöður orka alltaf tvímælis en ég legg áherslu á að þetta eru framkvæmdir sem standa utan samgönguáætlunar. Þegar horft er til samgönguáætlunar sem slíkrar þá fer hlutfallslega mest fjármagn til Vestfjarða.