140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

varamaður tekur þingsæti.

[10:30]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Borist hefur bréf frá ritara þingflokks Samfylkingarinnar, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, um að Katrín Júlíusdóttir, 4. þm. Suðvest., geti ekki sótt þingfundi á næstunni vegna veikinda. Í dag tekur sæti á Alþingi 1. varamaður flokksins í Suðvesturkjördæmi, Magnús M. Norðdahl lögfræðingur.

Kjörbréf Magnúsar M. Norðdahls hefur þegar verið rannsakað og samþykkt. Hann hefur ekki tekið sæti áður á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni samkvæmt 2. mgr. 2. gr. þingskapa.

 

[Magnús M. Norðdahl, 4. þm. Suðvesturkjördæmis, undirritaði drengskaparheit að stjórnarskránni.]