140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[11:08]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Það mál sem hér er til umræðu er mikilvægt og hefur mikið fordæmisgildi, og skiptir miklu máli hvað varðar réttarríkið á Íslandi og aðra mikilvæga grunnþætti samfélags okkar. Ég legg því til, frú forseti, að við leggjum af þessa umræðu og ræðum málið efnislega úr því að það er komið á dagskrá. Síðan við lok umræðunnar, og þá tek ég undir með hv. þm. Birgi Ármannssyni, getum við tekist á um það form sem á að vera á áframhaldandi umræðu þingsins, þ.e. í hvaða nefnd málið fer. Ég tel að það sé mikilvægt fyrir virðingu þingsins að við tökum á þessu máli eins og það á skilið, af fullri alvöru, og látum af umræðum af því tagi sem hér hafa farið fram.