140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[11:20]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það þarf ekki að koma á óvart en ég er ósammála afar mörgu sem fram kom í ræðu hv. þm. Magnúsar Orra Schrams. Sjónarmið af því tagi sem hann reifar hér eru þó umræðuverð, mér finnst rétt að farið sé yfir þessi sjónarmið með þeim hætti sem gert er að venju í þinginu, í nefndarstörfum og eftir atvikum tveimur umræðum, og ég spyr hv. þingmann: Af hverju í veröldinni leggur hann fram tillögu þar sem gert er ráð fyrir því að þessi tillaga, rök og gagnrök, fái ekki hina venjulegu þinglegu meðferð?