140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[12:15]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Birni Val Gíslasyni fyrir ágæta ræðu, ég er reyndar ekki sammála henni. Hann kom inn á að þetta gæti haft víðtækar afleiðingar. Hann er að segja mér að þessi réttarhöld séu pólitísk, þetta sé ekki spurningin um að ná rétti yfir einhverjum einstaklingi heldur verði að halda áfram réttarhöldunum vegna þess að annars gæti það haft víðtækar afleiðingar.

Ég vil spyrja hv. þingmann: Hvað segir hann um þau sjónarmið frá vissum þingmönnum að við, allur þingheimur, séum að friðþægja og losa okkur við ábyrgðina með því að taka einn og ákæra hann? Hvað segir hann um það að þegar búið er að ákæra og dæma einn mann sé í rauninni allur vandinn leystur og búið að afsaka allt hrunið og allir verði fríir?

(Forseti (SIJ): Forseti vill minna þingmenn á að beina orðum sínum til forseta.)