140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[13:48]
Horfa

Atli Gíslason (U) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef tekið hlutverk mitt sem ákærandi mjög alvarlega, hef nálgast það með auðmýkt og af mikilli virðingu og ég finn til mikillar ábyrgðar. Þess vegna flutti ég ræðuna á þann veg að ég vildi fá sömu leiðsögn og við fengum í þingmannanefndinni frá sérfræðingum um óaðskiljanlega hluti, ekki bara hugsanlega ráðherraábyrgð. Þannig vil ég halda áfram. Ég vil velta við öllum steinum, ég vil skoða hvort þessi sjónarmið séu tæk, hvort þau séu rétt eða röng. Þegar sú ráðgjöf sem á að sækja milli fyrri og síðari umræðu hefur verið fengin mun ég endanlega taka efnislega afstöðu til þess hvað niðurstaða landsdóms varðandi formsatriðin þýðir.