140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[13:51]
Horfa

Atli Gíslason (U) (andsvar):

Herra forseti. Fundurinn í Seðlabankanum 7. febrúar var afdrifaríkur. Þá var sagt við þá ráðherra sem hv. þm. Ragnheiður Ríkharðsdóttir nefndi að bankarnir ættu níu mánuði eftir ólifaða. Síðan koma fram í skýrslu okkar fimm önnur tilgreind atriði frá 7. febrúar sem áttu að verða til þess að menn brygðust við. Svo varð ekki.

Ég kann ekki að skýra afstöðu Seðlabankans í maí. Hún er að mínu mati lítt skiljanleg, ef ég má orða það svo, en þær skýringar komu að menn vildu ekki rugga bátnum og gera vandann opinberan. Ég er þess fullviss sjálfur og lýsti því í ræðu minni 17. september 2010 að hefði verið gripið til ráðstafana strax þá og bönkunum settir tilsjónarmenn og þar fram eftir götunum hefði verið (Forseti hringir.) hægt að helminga tjónið, ef ekki meir.