140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[14:10]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég velti því fyrir mér og bið hv. þm. Lúðvík Geirsson að svara, þegar hann fær tækifæri til þess á eftir, hvort það sé réttur skilningur minn að sú afstaða sem hann lýsti í ræðu sinni sé í stuttu máli: Ég er á móti málinu, ég vil ekki að efni tillögu hv. þm. Bjarna Benediktssonar nái fram að ganga, þess vegna ætla ég að styðja frávísun svo málið fari ekki til nefndar og komist ekki til síðari umr.