140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[14:13]
Horfa

Ólöf Nordal (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að spyrja hv. þm. Lúðvík Geirsson hvernig hann líti á hlutverk Alþingis þegar kemur að þessum tilteknu málum, ákærum á hendur fyrrverandi ráðherra. Hvaða vald hefur Alþingi þegar að þessu máli kemur? Hann talar hér eins og þetta sé einhver pólitísk ákvörðun sem er verið að taka. Það getur vel verið að sumir þingmenn hafi gert það þegar tillögurnar voru samþykktar haustið 2010 en málið er númer eitt, tvö og þrjú lagalegs eðlis. Alþingi er núna ákæruvald og þarf að haga sér samkvæmt því.

Hv. þingmaður hefur komist að þeirri niðurstöðu einn og sjálfur að það þurfi ekki að athuga þetta mál og þá eigi Alþingi sem ákæruvald ekki að fara yfir rök málsins með og á móti og fá vísustu sérfræðinga til að kanna hvort sá maður sem nú sætir ákæru — við skulum gera okkur grein fyrir því að hann hefur skýr mannréttindi, sá sem þar stendur, og hv. þingmaður gerir afar lítið úr þeim. Alþingi hefur ríkar skyldur sem því ber að sinna.