140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[14:15]
Horfa

Ólöf Nordal (S) (andsvar):

Það er afar dapurlegt, virðulegi forseti, að heyra hv. þingmann tala um þetta alvarlega mál af þeirri léttúð sem hann gerir í ræðustól Alþingis. Nú vill hv. þingmaður koma í veg fyrir að Alþingi, ákæruvaldið Alþingi, taki málið til athugunar. Það hefur komið fram bæði í þessari umræðu og í þeirri tillögu sem fyrir liggur að málið hefur breyst verulega og það er skylda ákæruvaldsins á hverjum tíma að meta hvort ástæða sé til að halda áfram saksókn.

Hv. þingmaður gerir ekkert með það. Hann hefur komist að niðurstöðu og þá varðar hann ekkert um hvað er rétt og rangt í því.