140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[14:16]
Horfa

Lúðvík Geirsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég mótmæli harðlega þeim túlkunum sem hér komu fram í máli hv. þingmanns. Ég vísa til þess sem kom fram í máli hv. þm. Atla Gíslasonar. Ég skildi orð hans á þann veg að hér hefði engin efnisbreyting orðið um þær ákærur sem lágu fyrir til forsendu fyrir þeirri tillögu sem var lögð fram á sínum tíma á Alþingi sem tók það til afgreiðslu. Hins vegar varð eðlisbreyting á málinu að hans mati og greinilega fleiri við það að niðurstaðan varð á þann veg sem við þekkjum. Að það sé svo ástæða til að taka málið inn í þingið aftur er allt annar hlutur en að efnislegir þættir hafi breyst í þeirri ákæru sem er til umfjöllunar.