140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[14:21]
Horfa

Lúðvík Geirsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alveg ljóst að mat manna á því hvar virðing Alþingis liggur í þessum efnum er ólíkt. Mitt mat er að það sé ekki hlutverk og staða Alþingis, eins og í pottinn er búið, eins og mál standa og eins og málið hefur verið rekið fyrir og liggur fyrir af hálfu landsdóms og saksóknara, að taka málið með þessum hætti úr þeim höndum.