140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[16:42]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mig langar að spyrja hv. þm. Ólínu Þorvarðardóttur — þar sem svo glögglega koma fram í umræðunni ólíkar efnislegar skoðanir á því hvort Alþingi hafi á einhverjum tíma afsalað sér ákæruvaldinu í málinu — hvort ekki sé rétt að vísa málinu til nefndar vegna þeirra ólíku efnislegu skoðana og kalla þá ólíku aðila til sem sett hafa fram skoðanir sínar á því hvort Alþingi hafi enn ákæruvaldið og geti gripið inn í, og þá sem telja að svo sé ekki, og að efnisleg umræða fari fram í nefnd og hún taki síðan afstöðu til þess að loknum umræðum og umsögnum.