140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[16:43]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Eins og fram kom í ræðu minni er ég ekki þeirrar skoðunar að Alþingi Íslendinga eigi að taka þetta mál til umfjöllunar eins og málið er vaxið. Það hafa engin efnisleg rök komið fram í málinu sem réttlæta það að við förum að taka pólitískt frumkvæði í því að fella þessa ákæru niður. Ef svo væri liti málið allt öðruvísi út. Þá væri eðlilegt að málið væri tekið til umræðu í þinginu, þá væri eðlilegt að það færi í þá þinglegu meðferð sem þingmaðurinn lagði til, en úr því að efnislegar ástæður liggja ekki fyrir sem réttlæta það að málið sé tekið upp, þá tel ég mjög óeðlilegt að við skulum vera að ræða það hér.