140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[16:44]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Þetta mál snýst í mínum huga ekkert um málfrelsi þingmanna eða aðkomu þeirra að umræðu um þetta mál. Landsdómur hefur tekið efnislega afstöðu til ákæruatriðanna. Landsdómur hefur hafnað frávísunarkröfu. Landsdómur hefur tekið til greina fjögur ákæruatriði af sex og þau tvö sem vísað var frá dómi var vísað frá vegna þess að þau voru innifalin í öðrum ákæruatriðum. Þeim var vísað frá af formlegum forsendum.

Landsdómur hefur tekið afstöðu og ég sé ekki efni til þess að Alþingi Íslendinga hafi vit fyrir landsdómi eftir að málið er komið í hans hendur.