140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[17:40]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Þetta er athyglisvert sjónarmið og fullt mark á því takandi. Ég tel þó að Alþingi starfi innan ákveðins ramma með þingsköpum, venjum, reglum og hefðum og það sé ekki í samræmi við þann ramma að vísa þingmáli sem við teljum „per definisjón“, eðlilegt þingmál, til annarra nefnda en fastanefndar ef því er vísað til nefndar á annað borð, hvort sem það er Þingvallanefnd, saksóknarnefnd, bankastjórn Seðlabankans eða einhver nefnd úti í bæ. Þess vegna bíð ég eftir úrskurði forseta um þetta og tel að ég eigi rétt á því að vita hver hann er í þessu máli eftir þá sjö tíma sem hann hefur haft til ráðstöfunar.

Rétt er hins vegar að koma með formlega tillögu um það að ef svo ólíklega fer að tillaga til rökstuddrar dagskrár verður felld á eftir eða í nótt þá fari málið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þannig (Forseti hringir.) að sú tillaga liggi fyrir.