140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[17:42]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Sorglegt að heyra þingmenn tala af léttúð um þetta mál þar sem verið er að ræða einstakling sem er fyrir landsdómi.

Það væri mjög ánægjulegt, frú forseti, að hæstv. forsætisráðherra kæmi nú í salinn líkt og hæstv. efnahags-, viðskipta-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, formaður Vinstri grænna, og gerði grein fyrir sjónarmiði sínu í þessu máli. Forsætisráðherra hefur ekki sést í þingsal við þessa umræðu. Ber forsætisráðherra þó töluverða ábyrgð á þessu máli eftir að hafa verið í ríkisstjórn 2007 o.s.frv., í hrunstjórninni svokallaðri, og jafnframt á því hvernig þetta mál hefur þróast í þinginu. Ég vil því biðja frú forseta að koma þeim skilaboðum til forsætisráðherra að hennar sé óskað hér og hún taki til máls, flytji hérna eina af sínum stórkostlegu ræðum, og við getum svo eftir atvikum spurt hæstv. forsætisráðherra aðeins út úr. (Forseti hringir.)