140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[21:15]
Horfa

Þór Saari (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég er eindregið þeirrar skoðunar að það beri að vísa þessu máli frá. Það hefur komið fram í máli mínu hér í dag að ég tel málið ekki þingtækt. Við höfum verið neydd til þess að ræða það í þinginu í dag. Ég tel skömm að því með hvaða hætti verið er að nota Alþingi í algjörlega pólitískum tilgangi og reynt að koma í veg fyrir að stjórnmálamenn beri ábyrgð á gjörðum sínum.

Þetta er svartasti dagurinn í sögu Alþingis og það er ágætt að geta verið í ræðupúlti og tjáð sig um það. Ef þessi dagskrártillaga verður felld er Alþingi Íslendinga búið að lýsa sig algjörlega vanhæft til þess að bera ábyrgð á nokkrum sköpuðum hlut hér á landi.