140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[21:20]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Tilfinningar gefa alþingismönnum ekki leyfi til að stöðva framgang laga og reglna. Alþingi var stofnað til að tryggja framgang laganna, ekki stöðva hann. Verði sá siður útbreiddur í samfélagi okkar að fólk almennt telji tilfinningar sínar vega þyngra en framgang laganna er í óefni komið.

Ég vara við því og segi já.