140. löggjafarþing — 46. fundur,  20. jan. 2012.

afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrv. forsætisráðherra.

403. mál
[21:25]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Verði þessi frávísunartillaga felld gerist það að málið fær áfram umfjöllun í þinginu. Það fær umfjöllun í nefnd og kemur eftir atvikum til umræðu hér við síðari umr. Það sem er að gerast hér í dag gefur þess vegna ekki með neinum hætti tilefni til þeirra viðbragða, jafnvel leyfi ég mér að segja ofsafengnu viðbragða sem ég hef orðið vitni að hjá sumum hv. þingmönnum og birtust meðal annars í ræðu síðasta hv. ræðumanns. Það er ekkert tilefni til þess. Það sem gerist núna er að við munum áfram í þinginu fá tækifæri til að fjalla málefnalega um rök og gagnrök í þessu máli. En verið var að reyna að koma í veg fyrir að við gætum gert það.