140. löggjafarþing — 47. fundur,  24. jan. 2012.

frumvarp um forvirkar rannsóknarheimildir.

[13:38]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég mun leggja áherslu á að svo verði. Reyndar hefur frumvarpið verið kynnt í ríkisstjórn, það er til umfjöllunar og skoðunar í þingflokkunum. Eðli máls samkvæmt vilja menn gefa sér góðan tíma þegar þessi mál eru til skoðunar, svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu, kannski svolítið vafasamt hugtak og þarf að skilgreina mjög vel hvað við eigum við.

Það er rétt sem hv. þingmaður vísar til, nú þegar liggur fyrir þinginu þingmál sem þarf að skoða líka. Ég hygg að ég sé heldur íhaldssamari í þessu efni en kemur fram í því frumvarpi, en þingið mun að sjálfsögðu setjast yfir málið og við munum skoða það saman.