140. löggjafarþing — 47. fundur,  24. jan. 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[14:18]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Eins og jafnan leggur hv. þingmaður mér orð í munn. Ég nefndi það hvergi í ræðu minni að hér væri um einhverjar smáupphæðir að ræða. Þvert á móti sagði ég að hér væri um að ræða nákvæmlega sömu meðferð og við höfum samþykkt í ótal lögum og með samþykkt ótal samninga á síðustu áratugum þar sem gert er ráð fyrir nákvæmlega sömu skattalegu meðferð og gert er hér, reyndar líka varðandi frjálsa för.

6 milljarðar eru ekki lítil upphæð og jafnvel utanríkisráðherra sem stundum slær hressilega undir mundi aldrei kalla þá tölu smáupphæðir.

Það sem ég sagði er að þetta er ekkert nýmæli, þetta er nákvæmlega það sem við höfum gert varðandi annað. Ef hv. alþingismenn eru þeirrar skoðunar að það sé ekki nógu gott hafa þeir líka þann rétt að fella tillögu mína um að þessi samningur verði staðfestur. Vitaskuld er hann ekki undirritaður nema með fyrirvara um samþykki Alþingis.