140. löggjafarþing — 47. fundur,  24. jan. 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[14:23]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Hv. þingmaður veit af reynslu að utanríkisráðherra er ekkert mikið gefinn fyrir spekúlasjónir og vangaveltur. [Hlátur í þingsal.] Hins vegar þarf ekkert að spekúlera um það ef Alþingi fellir tillöguna, þá er alveg ljóst að rammasamningurinn verður ekki fullgiltur og tekur ekki til framkvæmda. Þær greiðslur sem ella hefðu verið inntar af hendi í krafti hans munu ekki koma. Þær greiðslur sem þegar hafa verið inntar af hendi eru með sérstöku samþykki Alþingis eins og hv. þingmaður veit. (Gripið fram í.)