140. löggjafarþing — 47. fundur,  24. jan. 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[14:35]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það komu fram hjá hæstv. innanríkisráðherra miklar efasemdir. Þegar þetta frumvarp var kynnt komu einnig fram efasemdir hjá hv. þingmönnum Jóni Bjarnasyni og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur um þetta mál. Það er alveg ljóst að á síðasta ári eyddu ríkissjóður og undirstofnanir í flugfargjöld 1–2 milljörðum kr., þar af voru 300–400 ferðir til Brussel. Ég held að það sé mikið áhyggjuefni því að hæstv. utanríkisráðherra tekst, þegar öllu er á botninn hvolft, (Gripið fram í: Þeim hefur fækkað …) vel að ná fram stefnumiðum sínum um Evrópusambandsmálin þvert gegn vilja samstarfsflokksins og þvert gegn þjóðarvilja. Það er mikið áhyggjuefni hversu vel hæstv. utanríkisráðherra tekst upp og það er ekki aðeins áhyggjuefni fyrir Alþingi, það er áhyggjuefni (Forseti hringir.) fyrir það fólk sem horfir upp á niðurskurð í heilbrigðismálum, (Forseti hringir.) velferðarmálum og öðru slíku.