140. löggjafarþing — 47. fundur,  24. jan. 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[15:08]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Það er augljóst, herra forseti, að hv. þingmaður hefur ekki heyrt ræðu mína eða a.m.k. þann hluta þar sem ég kom inn á af hverju við förum þessa leið. Við förum þessa leið vegna þess að við viljum vera tilbúin þegar kemur til samþykktar samningsins og hann taki þá þegar gildi af fullu afli. Hann tekur ekki gildi af fullu afli nema við höfum lagfært það sem laga þarf innan þeirra stofnana sem þessir IPA-styrkir taka til. Þá vil ég ítreka að hér er einvörðungu verið að taka til í þeim stofnunum sem nú þegar eru til. Við þurfum ekki að efna til nýrra stofnana til að taka á aðildarferlinu vegna þess að við erum þegar komin það nálægt Evrópusambandinu í reglugerð okkar. Við erum þegar komnir inn, svo gott sem alveg, og nú er að stíga skrefið að fullu. (Gripið fram í.)