140. löggjafarþing — 47. fundur,  24. jan. 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[15:11]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Afsakið að ég fór of snemma upp í ræðustól en ég hef frá svo miklu að segja í þessum efnum að það var kannski ástæðan.

Ég les gríðarlega mikla hræðslu út úr íslenskum sveitamönnum í þessu efni, þeir vilja ekki laga sig að því sem best gerist í Evrópu og nágrannaríkjum okkar þegar kemur að íslensku regluverki og íslenskri stjórnsýslu. Við þurfum einmitt á því að halda og það er margsannað í íslenskri sögu sem nýliðin er að við þurfum að laga stofnanir okkar, við þurfum að laga regluverk okkar, við þurfum að laga íslenskt samfélag, við erum skilgetið afkvæmi einangrunarhyggju í landbúnaði, í sjávarútvegi þar sem sérhagsmunir hafa verið teknir fram yfir almannahagsmuni í öllum tilvikum. Evrópusambandið lýtur að almannahagsmunum og það eru menn kannski hræddir við í þessum sal í dag.