140. löggjafarþing — 47. fundur,  24. jan. 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[17:27]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. utanríkisráðherra fyrir ræðuna. Hann talar enn um að þjóðin fái að greiða atkvæði. Ég spyr hann og vil fá það hreint út: Er sú þjóðaratkvæðagreiðsla bindandi eða gildir stjórnarskráin kannski enn þá sem segir að þingmenn skuli greiða samkvæmt sannfæringu sinni?

Málið um aðild að Evrópusambandinu mun að lokum koma til afgreiðslu á Alþingi ef þjóðin samþykkir það og þar munu þingmenn greiða atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni að óbreyttri stjórnarskrá. Við höfum svarið eið að þessari stjórnarskrá og engri annarri. Ég spyr hæstv. utanríkisráðherra: Hefur álit þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu ekki svipað gildi og Gallup-könnun?