140. löggjafarþing — 47. fundur,  24. jan. 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[17:33]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það tel ég ekki vera. Ég tel að það liggi ljóst fyrir að samningurinn er gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis. Hvenær það kemur finnst mér ekki skipta máli í þessu tilviki, og ástæðan fyrir því að þingsályktunartillagan kom ekki fyrr fram var einföld, (Gripið fram í.) menn ákváðu að láta þetta tvennt fylgjast að. Það er ekki flóknari skýring en svo.