140. löggjafarþing — 47. fundur,  24. jan. 2012.

samþykkt rammasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

373. mál
[17:34]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Varðandi fyrri spurningu hv. þingmanns liggur algjörlega ljóst fyrir og ég hef sagt það áður að það er að sjálfsögðu ekki byrjað að greiða út neitt af þeim IPA-verkefnum sem falla undir þennan rammasamning (Gripið fram í.) og verður ekki gert fyrr en fyrir liggur samþykki Alþingis. Ef hv. þingmaður er að tala um styrkina til þýðinga liggur fyrir sérstakt samþykki Alþingis í fjárlögum um það.

Varðandi Evrópustofuna fellur starfsemi hennar undir þennan rammasamning en ég væri að tala gegn betri vitund ef ég héldi því fram að það væri greitt af IPA-styrkjum, að minnsta kosti ekki í gegnum okkur. Ég veit ekki betur en að málið sé þannig vaxið. (Gripið fram í.)