140. löggjafarþing — 47. fundur,  24. jan. 2012.

frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins.

376. mál
[17:53]
Horfa

fjármálaráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég átta mig ekki alveg á nálgun hv. þingmanns í málinu. Við erum hér að tala um styrki. Við erum að tala um fjármagn sem kemur til landsins frá Evrópusambandinu til að styrkja innviði stjórnsýslunnar, til dæmis með tímafrekum tæknilegum breytingum sem Evrópusambandið er tilbúið að taka kostnaðarlega áhættu á hér og leggur áherslu á að séu tilbúnar þegar aðild hefur verið samþykkt. Ég átta mig satt að segja ekki á þessari nálgun hjá hv. þingmanni.