140. löggjafarþing — 47. fundur,  24. jan. 2012.

frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins.

376. mál
[17:54]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar að spyrja hæstv. fjármálaráðherra hvort þessir starfsmenn, einstaklingar, sem þarna starfa falli undir „Vienna Convention“, þ.e. Vínarsamninginn, frá 1815 sem gildir um erlenda sendimenn. Í öðru lagi spyr ég hvernig henni finnist sem jafnaðarmanni að búa til slíkan aðal sem notar velferðarkerfið okkar, skóla, vegi og annað slíkt, en borgar ekkert fyrir það?

Ég spyr síðan hvort ESB-verktakar, sem eru fyrirtæki, geti verið innlendir líka.

Þá vildi ég spyrja hvort Íslendingar geti ekki flutt til útlanda rétt áður en þeir fá verkefnin og komið svo til Íslands sem erlendir aðilar, íslenskir einstaklingar sem bara flytja búferlum til útlanda í lok desember og koma svo til Íslands sem verktakar eða sem þátttakendur í þessu verkefni og eru þá hér sem erlendir aðilar og njóta skattfrelsis.