140. löggjafarþing — 47. fundur,  24. jan. 2012.

frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins.

376. mál
[17:57]
Horfa

fjármálaráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér finnst eins og hv. þingmanni mikilvægt að umgjörðin í kringum þetta sem annað verði þannig að spilling hljótist ekki af. Eins og kunnugt er, og fylgir með frumvarpinu, er gert ráð fyrir í fjárlögum árið 2012 596 millj. kr. tekjum af þessum styrkjum. Síðan verða þeir að líkindum hærri á næstu árum þar sem gert er ráð fyrir að þeir geti komið fyrir tímabilið 2011–2013.

Vissulega eru þarna spennandi verkefni og í kringum þau verður að vera sanngjarnt regluverk og varast þarf spillingu í því sem öðru.