140. löggjafarþing — 47. fundur,  24. jan. 2012.

frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins.

376. mál
[18:01]
Horfa

fjármálaráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir frumvarpinu eins og það er sett upp og þar koma ekki fram neinar sérstakar undanþágur eins og hv. þingmaður talar hér um. Hins vegar á frumvarpið eftir að fara í vinnslu hjá hv. efnahags- og viðskiptanefnd og þar verður öllu þessu velt við og skoðað hvað gerst hefur varðandi slíka styrki í öðrum löndum. Ísland er ekki fyrsta landið sem nýtur slíkra styrkja og undanþágur hafa gerðar frá skatta- og tollalögum hvað það varðar þannig að mér þykir líklegt að nefndin muni líta til reynslu annarra þjóða hvað þetta varðar.