140. löggjafarþing — 47. fundur,  24. jan. 2012.

frávik vegna styrkja úr sjóði er fjármagnar aðstoð við umsóknarríki Evrópusambandsins.

376. mál
[18:06]
Horfa

fjármálaráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ekki vil ég valda því að skaði verði af reglugerð þannig að ég mun vanda mig og hafa samráð við nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd um þá gerð alla saman. Ekki vil ég heldur fara með ósannindi úr ræðustól. Svo mikið get ég sagt sem svar við spurningu hv. þingmanns að ekki verður greitt út eða farið í fjárskuldbindingar vegna IPA-styrkjanna mér vitanlega fyrr en samningurinn hefur verið fullnustaður með samþykki Alþingis. Þannig get ég svarað þessu hér og nú, ég veit ekki betur. Ég veit að styrkir verða náttúrlega ekki greiddir út og ég veit ekki betur en að beðið verði með fjárskuldbindingar vegna verkefnanna (Forseti hringir.) þar til þessi niðurstaða hefur fengist.