140. löggjafarþing — 48. fundur,  25. jan. 2012.

upplýsingalög.

366. mál
[17:26]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er rétt hjá hv. þm. Birgi Ármannssyni að í tillögum meiri hluta allsherjarnefndar var gert ráð fyrir að fundargerðir væru opinberar eftir eitt ár en í meðförum ráðuneytisins, eftir að málinu var frestað á síðasta þingi, var farið ítarlega yfir það og varð niðurstaðan sú að það væri allt of skammur tími og eðlilegt væri að miða við 15 ár eins og hv. þingmaður nefndi. Þær verða því aðgengilegar samkvæmt því frumvarpi sem við fjöllum nú um eftir 15 ár.