140. löggjafarþing — 49. fundur,  26. jan. 2012.

hækkun á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

304. mál
[13:37]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U):

Virðulegi forseti. Við erum fullvalda þjóð og sem slík tökum við sjálf ákvörðun um hversu náið samstarf við höfum við alþjóðastofnanir eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Við hv. þm. Atli Gíslason munum hafna hækkun á framlagi Íslands til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins vegna þess að ríkið á ekki fyrir þeirri hækkun. Nota á rándýrt lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til þess að borga hækkun á framlagi Íslands til sjóðsins. Við eigum miklu frekar að draga úr skuldsetningu ríkissjóðs við sjóðinn en að hækka framlagið. (BirgJ: Heyr, heyr.) Auk þess þarf að verða grundvallarbreyting á efnahagsstefnu sjóðsins áður en við aukum framlag til hans.

Efnahagsstefnan felur í sér dýpkandi (Forseti hringir.) fjármálakreppu. Ástæðan fyrir því er sú að hún getur ekki tekið á vanda sem felst í löskuðum (Forseti hringir.) efnahagsreikningum fyrirtækja og heimila. Til þess að leysa þann vanda þarf (Forseti hringir.) skuldaleiðréttingar.