140. löggjafarþing — 50. fundur,  30. jan. 2012.

einkavæðing banka og fjármálafyrirtækja.

[15:14]
Horfa

fjármálaráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Mér fundust gleðilæti hv. þingmanns heldur mikil. (Gripið fram í.) Ég sagði að ég vildi kynna mér það sem hv. þingmaður spurði um og að ég mundi upplýsa um allt sem mögulega er hægt að upplýsa um. Hv. þingmaður veit jafn vel og ég að einhverjar viðkvæmar upplýsingar eru þarna á ferðinni sem kannski er ekki allar (Gripið fram í: Nú?) [Kliður í þingsal.] (Gripið fram í: Ókei, …) hægt að draga fram í dagsljósið.

Hv. þingmaður talaði um rannsókn á einkavæðingu bankanna. Ég fagna henni og ég mun einnig fagna rannsókn á því hvernig bankakerfið var reist eftir stórkostlegt hrun. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)