140. löggjafarþing — 50. fundur,  30. jan. 2012.

sykurneysla barna og unglinga.

292. mál
[17:40]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Mig langar aðeins að koma inn í þá umræðu sem hér fer fram og gera athugasemd við umfjöllun um þyngd barna og unglinga. Við þurfum að gæta okkar þegar við ræðum það mál af því að þyngd og offita er ekki sami hluturinn. Oft eru þeir sem eru þéttvaxnir ekki síður vel á sig komnir líkamlega en þeir sem grannir eru. Við þurfum að gæta okkar í allri þeirri umræðu.

Frú forseti. Venjulega gleymist í umræðunni allri að forvarnir byrja heima. Þar er rík ábyrgð okkar foreldra og eins afa og ömmu, við berum ábyrgð á því sem er á boðstólum hverju sinni fyrir börn og unglinga. Þó svo að fleiri komi að forvörnum barna þá byrja þær heima. Helsta hvatning mín til hæstv. velferðarráðherra er að velferðarráðuneytið og landbúnaðarráðuneytið taki sig saman með einum eða öðrum hætti um að skora á matvælaframleiðendur að (Forseti hringir.) draga úr notkun sykurs í matvælum sínum.