140. löggjafarþing — 51. fundur,  31. jan. 2012.

fullgilding Árósasamningsins.

221. mál
[15:37]
Horfa

Frsm. um.- og samgn. (Guðfríður Lilja Grétarsdóttir) (Vg):

Forseti. Ég mæli fyrir breytingartillögu við frumvarp til laga um breytingu á lögum um breytingu á ýmsum lögum vegna fullgildingar Árósasamningsins, nr. 131/2011.

1. Í stað 1. gr. komi tvær nýjar greinar er orðist svo ásamt fyrirsögnum:

a. Breyting á lögum nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, með síðari breytingum.

Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. málslið 1. mgr. 4. gr., 1. málslið 1. mgr. 6. gr., 1. málslið 19. gr., 1. málslið 28. gr., fyrra sinni í 1. málslið 1. mgr. 29. gr. og 2. málslið 1. mgr. 34. gr. laganna kemur í viðeigandi beygingarmynd: Orkustofnun.

b. 2. gr. Breyting á lögum nr. 73/1990, um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, með síðari breytingum.

Í stað orðsins „ráðherra“ í 1. mgr. 2. gr. og 1. og 2. mgr. 3. gr. laganna kemur í viðeigandi beygingarmynd: Orkustofnun.

2. Fyrirsögn frumvarpsins verði: Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, og lögum nr. 73/1990, um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins.

Forseti. Þetta skýrir sig að mestu leyti sjálft. Þetta eru einfaldlega lagatæknilegar breytingar sem verður að gera vegna þess að málið fékk ekki eðlilegan framgang hér fyrir jól. Þá læt ég máli mínu lokið.