140. löggjafarþing — 51. fundur,  31. jan. 2012.

innflutningur dýra.

134. mál
[16:08]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg rétt að til eru reglur, reyndar frekar nýtilkomnar, um það hvernig fólk geti forðast búfjársmit með því hvernig það sjálft ber sig að við umgengni um fatnað og annað þess háttar. En eftirlitið er hins vegar ekki til staðar. Þannig að það eru í raun og veru ferðir fólks sem geta verið áhættuþáttur vegna þess að þar vantar eftirlit. Við erum hér hins vegar að tala um flutning á gæludýrum milli landa undir eftirliti og að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Ég held að þær áhyggjur sem hv. þingmaður hefur hér látið í ljós stafi að mörgu leyti af ofmetinni hættu á þeim afleiðingum sem af geta hlotist, því að í raun er það mannskepnan sjálf, held ég, og umgengni hennar við reglur og eftirlitsleysi hennar með eigin athöfnum sem ég held að sé mesti áhættuþátturinn í þessu.