140. löggjafarþing — 53. fundur,  2. feb. 2012.

tólf ára fjarskiptaáætlun fyrir árin 2011--2022.

342. mál
[11:35]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Nú er það þannig að viss svæði á landinu — til dæmis eru afskekktir bóndabæir þannig staddir í landslaginu að það getur verið mjög dýrt að ná þangað. Þá er spurning hvort hv. þingmaður þekki það hvort veittar séu einhverjar premíur eða verðlaun fyrir þá sem tengja þangað einhvers konar fjarskipti.

Svo vil ég spyrja hann hvort þessi ofurtrú á ljósleiðara — sem er magnað fyrirbæri en það eru ýmsir fleiri kostir eins og rafsegulbylgjur, sendar og annað slíkt — gæti leitt okkur í það að stoppa einhverja þróun sem gæti hugsanlega orðið, því að það er mjög hröð þróun í heiminum og gervitunglasendar og annað slíkt eru komnir inn í myndina. Ég spyr hv. þingmann hvort við séum að einblína of mikið á ljósleiðaranet.