140. löggjafarþing — 53. fundur,  2. feb. 2012.

Farsýslan, stjórnsýslustofnun samgöngumála.

272. mál
[13:55]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ítreka að ég er sammála hv. þingmanni um að við eigum að hafa allar upplýsingar, allar tölur og allar forsendur sem tölulegar staðhæfingar byggja á. Við munum gera okkar til að nefndin fái þær í hendur.

Á hitt vil ég leggja megináherslu vegna þess að ég hef sjálfur alltaf haft ákveðnar efasemdir um hinn fjárhagslega ávinning af sparnaði nema þegar til mjög langs tíma er litið: Það er mikilvægt að við missum aldrei sjónar af þeim ávinningi sem er fólginn í því að gera starfsemi samhæfðari og samhæfa kraftana. Það er að mínum dómi mikilvægasti ávinningurinn af þeim kerfisbreytingum sem við leggjum hér til.