140. löggjafarþing — 55. fundur,  13. feb. 2012.

tilkynning um skrifleg svör.

[15:00]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti tilkynnir að borist hafa níu bréf um frestun á því að skrifleg svör berist.

Frá fjármálaráðuneytinu: Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 667, um álögur á lífeyrissjóði, frá Pétri H. Blöndal. Fer ráðuneytið þess á leit að fá frest þar sem ekki næst að afla nauðsynlegra upplýsinga innan 15 virkra daga.

Frá innanríkisráðuneytinu: Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 650, um eftirlit ráðuneytisins með sveitarstjórnum, frá Margréti Tryggvadóttur. Vegna umfangs fyrirspurnarinnar er ljóst að ráðuneytið nær ekki að svara henni innan tilgreinds tíma og er farið fram á tíu daga aukafrest til að svara henni.

Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 722, um fjölda bíla sem komu til landsins með Norrænu, frá Vigdísi Hauksdóttur. Vegna umfangs fyrirspurnarinnar er ljóst að ráðuneytið nær ekki að svara henni innan tilgreinds frests en gert er ráð fyrir að henni verði svarað fyrir lok mánaðarins.

Frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu: Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 663, um ávöxtunarkröfu lífeyrissjóða, frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur. Vegna umfangs fyrirspurnarinnar er ljóst að ráðuneytið nær ekki að svara henni innan tilgreinds tíma en gert er ráð fyrir að henni verði svarað um miðjan þennan mánuð.

Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 659, um kennitöluflakk, frá Margréti Tryggvadóttur. Vegna tafa við öflun upplýsinga er ljóst að ráðuneytið nær ekki að svara henni innan tilgreinds frests en gert er ráð fyrir að henni verði svarað eigi síðar en 21. febrúar nk.

Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 660, um innstæður, frá Lilju Mósesdóttur. Vegna tafa við öflun upplýsinga er ljóst að ráðuneytið nær ekki að svara henni innan tilgreinds frests en gert er ráð fyrir að henni verði svarað eigi síðar en 25. febrúar nk.

Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 658, um svokallaða kaupleigusamninga um bifreiðar, frá Eygló Harðardóttur. Vegna tafa við öflun upplýsinga er ljóst að ráðuneytið nær ekki að svara henni innan tilgreinds frests en gert er ráð fyrir að henni verði svarað fyrir miðjan þennan mánuð.

Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 648, um fjárhæð lána heimila vegna íbúðarhúsnæðis í eigu banka og lífeyrissjóða, frá Kristjáni Þór Júlíussyni. Vegna tafa við öflun upplýsinga er ljóst að ráðuneytið nær ekki að svara henni innan tilgreinds frests en gert er ráð fyrir að henni verði svarað fyrir lok mánaðarins.

Frá velferðarráðuneytinu: Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 680, um sjúkraflutninga, frá Sigurði Inga Jóhannssyni. Vegna umfangs fyrirspurnarinnar er ljóst að ráðuneytið nær ekki að vara henni innan tilgreinds tíma og er farið frá á frest til að svara henni til 24. febrúar nk.