140. löggjafarþing — 55. fundur,  13. feb. 2012.

ályktun utanríkisnefndar ESB.

[15:19]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Frú forseti. Við Íslendingar höfum áður heyrt erkibiskups boðskap og gert misjafnlega mikið með hann. Það er að sjálfsögðu algjörlega í okkar höndum eftir sem áður hvað við gerum með tilskrif af þessu tagi. Ég legg áherslu á að menn láti þetta ekkert slá sig út af laginu, menn missi ekki svefn út af þessari ályktun eins og mér virðast tveir síðustu fyrirspyrjendur hafa gert. Ég held að það sé ekki svo alvarlegt þótt þessi nefnd hafi sett eitthvað á blað þarna úti. Það hefur bókstaflega engin áhrif á það hvernig við í sjálfu sér stöndum að málum hér. Það er augljóst mál að nefndin hefur ekki lögsögu, vald eða stöðu til að segja okkur fyrir verkum á einn eða neinn hátt. Þannig er það bara. Ég held að það þurfi ekkert að þvæla meira um það.