140. löggjafarþing — 56. fundur,  14. feb. 2012.

heildstæð orkustefna fyrir Ísland.

266. mál
[14:30]
Horfa

fjármálaráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Aðalatriðið er ekki sjóðurinn. Aðalatriðið er að auðlindarentan renni til þjóðarinnar. Hugmyndin er sú að í stað þess að ákveðið svæði njóti uppbyggingarinnar og fyrirtæki sem byggi upp njóti arðsins og að arðurinn renni til fyrirtækisins sem kaupir orkuna þá fari auðlindarentan til þjóðarinnar og henni verði þá skipt með einhverjum hætti sem fyrir fram er búið að ákveða á milli nærsamfélagsins og ríkissjóðs fyrir hönd þjóðarinnar og orkukaupanda þannig að þar sé einhver heildræn hugsun sem byggi á því að auðlindin sé eign þjóðarinnar en ekki bara ákveðins nærsamfélags og kaupanda orkunnar.