140. löggjafarþing — 56. fundur,  14. feb. 2012.

heildstæð orkustefna fyrir Ísland.

266. mál
[14:37]
Horfa

fjármálaráðherra (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Markmiðið með þessari stefnusetningu er einmitt að við nýtum auðlindirnar af yfirvegun, það er markmiðið, að við kortleggjum hlutina, áttum okkur á hvað er nýtanlegt og nýtum það síðan með ákveðnum hætti og að auðlindarentan renni til þjóðarinnar. Við höfum alltaf í huga ávinning þjóðarinnar af þessu öllu saman í víðum skilningi.

Það sem er verið að tala um á bls. 39 er að þannig ákveðum við fyrir fram að nærsamfélagið — ég kannast ekki við að eitthvað í sjávarútvegi banni að nærsamfélagið njóti þeirra breytinga sem eru yfirvofandi, en kannski veit hv. þingmaður meira en sú sem hér stendur um það. Hins vegar er hugsunin sú að með fyrir fram ákveðnum hætti og með jafnræði (Forseti hringir.) í huga og það að orkan er auðlind þjóðarinnar allrar þá verði þessi skipting á milli þjóðarinnar, nærsamfélagsins og (Forseti hringir.) orkukaupanda.