140. löggjafarþing — 56. fundur,  14. feb. 2012.

heildstæð orkustefna fyrir Ísland.

266. mál
[15:18]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og ég dró fram áðan í ræðu minni er hér um að ræða ákveðinn grunn sem væntanlega iðnaðarráðherra mun síðan taka til umfjöllunar. Ég geri ráð fyrir að iðnaðarráðherra muni meðal annars taka mið af ábendingum hv. þingmanns þegar það er allt saman skoðað, ég tala nú ekki um ef svo óheppilega vildi til að ósamræmi væri milli grundvallarforsendna í þessu plaggi og þeirra niðurstaðna sem síðan yrðu úr að því er varðar afgreiðslu þingsins um rammaáætlun.

Hér er vissulega verið, eins og þingmaðurinn bendir á, að draga fram sviðsmyndir en um leið líka hef ég efasemdir um, eins og ég benti á, að hér gæti verið um umtalsvert ofmat á virkjanlegri orku að ræða.