140. löggjafarþing — 56. fundur,  14. feb. 2012.

heildstæð orkustefna fyrir Ísland.

266. mál
[15:21]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég held að það sé gríðarlega mikilvægt í grunninn að stjórnmálamenn og þeir sem láta sig orkumál varða tali ekki orkuna upp úr jörðinni eða niður úr fallvötnunum, (EKG: Er það ekki gert í þessu plaggi?) það er það sem hefur sett okkur gjarnan í vanda. Það hefur verið gagnrýni mín á þessa skýrslu eins og ég kom að í ræðu minni að mér finnst varasamt að nefna tilteknar tölur og sérstaklega þegar rætt er um jarðvarmavirkjanir. Ég held að það séu ekki mikil tíðindi að sú sem hér stendur vari við því. Það er ekki langt síðan við stóðum hér og vorum að hnútukastast um það við einhverja framtíðarsmiði að undir Krýsuvík væru 400 megavött. Ég held að við þurfum að víkja frá umræðu af þessu tagi og horfast í augu við það að þetta verður ekki gert (Forseti hringir.) öðruvísi en með einu skrefi í einu og hverju um sig varfærnu.